miðvikudagur, 19. apríl 2017

Dagbók í 30 daga- 2

Hvað vil ég mest í lífinu og hvað er ég tilbúin að gera til að ná því?
Ef ég hefði verið spurð fyrir nokkrum áratugum síðan hefði svarið verið kærasti. Og að verða mjó. Og að verða lögfræðingur. Ekki bara einhver lögræðingur heldur Jill Clayburgh, attorney at law, sjasamm! Svo var það að verða mjó, og fræg söngkona. Svo var það einhverskonar starfsframi og að vera mjó.  Svo var það bara að vera mjó.
Núna myndi ég helst segja að ég vil bara vera sátt. Og ég á við eins og orðið á ensku: Content. Mér finnst sátt ekki ná yfir það sem ég á við. Ég myndi helst nefnilega geta hætt að lifa í þarnæsta mómenti, mómentinu sem kemur ekki fyrr en eftir eitthvað skilyrt, og geta bara verið ánægð í mómentinu núna.
Fyrir einhverju siðan hefði ég líka sagt að ég myndi gera heilmikið, leggja mikla vinnu á mig til að ná markmiðinu en akkúrat núna er bara þetta, að skrifa í 10 mínútur nánast of mikið á mig lagt. En ég veit að það gerir mér gott að lokum, hversu klén skrifin svo sem eru. Það eitt að hafa þetta sem punkt, eða rútínu er byrjun. 

Engin ummæli: