Hvað get ég gert til að auðga líf mitt og heilsu, og gleði þetta árið?
Enn er stór spurt og ég hef svör á reiðum höndum. Hjóla meira, eyða meiri tíma með vinum, spila á gítarinn. Þetta kemur allt um leið. Allt þetta er eitthvað sem lætur mér líða eins og sál mín sé fyllri og ég þarf minni mat.
Hitt er svo að gera þetta. Taka upp gítarinn og eyða klukkustundum saman að æfa mig. Fara út á hjólinu og hjóla bara, ekki spá í tíma eða vegalengd, hjóla bara. Taka upp símann og hringja. gera plön og hittast. Gera þetta. En það er bara allt annað en að vita að þetta sé það sem þarf og svo að gera það í alvörunni. Mig stundum langar bara ekki til að fylla sálina mína. Hvernig á ég þá að afsaka ofátið?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli