laugardagur, 13. maí 2017

Dagbók í 30 daga - 26

Hvaða þrjá hluti er ég þakklátust fyrir? 

Auðvelt. Bjartsýnina. Ekkert hefur gert mér betra en þessi ódrepandi bjartsýni mín. Það er eiginlega alveg sama á hverju gengur ég get alltaf leitað inn í mig, fundið ylinn frá bjartsýnisröndinni minni, og strunsað svo áfram hress og kát. 

Fjölskylduna. Mamma mín og pabbi eru engum lík og ég verð klökk þegar ég hugsa um allt það sem ég hef lært af þeim, um hvað það er að vera góð manneskja. Og í stuði. Þau komu líka af einstöku fólki sjálf og ég var nógu lukkuleg að fá að alast upp með allar ömmur og afa í kringum mig til fullorðinsaldurs. 

Hreystina. Ég er hrikalega feit akkúrat núna. En ég fer samt með nýju vinunum mínum í vinnunni í 50 km hjólatúr eins og ekkert sé. Ég er aldrei veik og þrátt fyrir hné og bak er ég hraust og vel byggð. Gæti ekki beðið um meira. 

Engin ummæli: