föstudagur, 12. maí 2017

Dagbók í 30 daga - 25

Á degi 25 get ég litið tilbaka og séð mynstrið í því hvernig ég misnota mat.

Eða get ég það? Ég er alls ekki viss um, hversu rólegri ég verð við að skrifa niður hvernig mér líður, að ég skilji betur hverevegna ég geri það sem ég geri. 

Ég veit fyrir 100% víst að ég borða til að dreifa huganum og að ég þarf að finna mér allskonar áhugaverð verkefni til að fylla gleði í sálina. Áhugamál sem ég svo má fá leið á og gefa upp á bátinn án þess að fá samviskubit. Ég þarf líka að læra aðeins betur að díla við stress. 

Ég nota spikið líka mjög mikið sem hentuga afsökun fyrir að þurfa ekki að gera mitt besta. Til að gefast upp. 

Skrifin veita mér jafnvægi og þau hjálpa til að greina á milli þess sem er mikilvægt og þess sem litlu máli skiptir. Ég fatta líka oft upp á hinu og þessu í gegnum skriftin sem veitir mér ofboðslega gleði. 

Mikilvægasta lexían er að nýr dagur er nýr dagur og að hver nýr dagur þarf ekki að vera merktur af mistökum gærdagsins. 

Engin ummæli: