laugardagur, 17. júní 2017

Af fjallahjóli

Ég fór út að hjóla. Heilinn spann og spann á fullu, spik og hreyfing og framtíðin og fortíðin, allt blandaðist þetta sman í gargandi læti í höfðinu og ég bara varð að komast út. Það var grenjandi rigning þannig að ég hugsað með mér að nettur hringur um hverfið myndi duga. Þegar út var komið breyttist hugmyndin fljótlega. Þrátt fyrir rigninguna var rúmlega 20 stiga hiti og þegar maður er orðinn blautur hvort eð er má allt eins halda áfram. Ég hjólaði í gegnum Llwyn Einion og beygði svo í alveg nýja átt. Kannski að ég myndi loksins finna þessa hringleið sem ég er alltaf að leita að? Innan við 10 mínutna hjólatúr var ég allt í einu komin í Plas Power, skógi vaxinnn almenningsgarð sem eihvernvegin hefur alveg farið framhjá mér. Og þvílíkt sem þetta var skemmtilegt. Upp og niður brekkur, þjótandi í kringum tré, hoppandi yfir rætur og í gegnum lækjarsprænur. Svona mini fjallahjólarússibanareið. 
Ég var þakin drullu og rennandi blaut þegar heim var komið en það stóð líka ekkert eftir af hringsólandi hugsunum um spik. Ég var bara hamingjusöm. Og fullvissan um tilganginn fæddist fullmótuð. Það má vera að ég verði aldrei mjó. Fair enough. En ég ætla aldrei að gefa upp tilraunir til að verða fitt. Ekki þegar það að einfaldlega fara út og hjóla í smástund veitir mér ekki bara sálarró heldur vellíðan líka. 
Ég er síðan búin að fara í ræktina nokkrum sinnum í þessari viku ásamt göngu og hjólatúrum svona inn á milli. Og það er engin spurning um að mér líður betur. Auðvitað er þetta vinna og ég þarf stanslaust að minna mig á að hætta að kvabba um spik, upphátt og í hljóði. Vonandi verður það auðveldara með tíð og tíma. Héðan í frá snýst þetta allt um að vera fitt. Fuck skinny; I'm awesome! 

2 ummæli:

Ella sagði...

Hreyfing úti undir berum himni er bara allra meira mót og bætir, hressir og kætir. Er einmitt uppfull af þrótti og lífsorku eftir nokkra góða göngutúra þessa vikuna :)

Ása Dóra sagði...

Já þetta er svo gott - ég hef svo oft upplifað það - af hverju gleymir maður því þá svona auðveldlega??