Ég er með skringilega verki og búin að vera með í nokkurn tíma, svona eins og ég sé að breytast eitthvað. Ég var eiginlega orðin hálfáhyggjufull yfir þessu öllu saman, en las svo á meðgöngu.is eða eitthvað að þetta væri liðböndin farin að gefa eftir. Eithvað til að liðka fyrir einhverju öðru. Mér finnst þetta allt enn jafn merkilegt. Ég á að svo að mæta í sónar 2. júní klukkan hálf fjögur. Það er að ég helst það mest spennandi akkúrat núna. Verst að Dave kemst ekki með, við þurfum að fara aftur saman þegar ég er komin út. En ég get heldur ekki hugsað mér að fara ein. Mamma verður úti og kemst ekki með, pabbi var ekkert of spenntur þannig að þá er það að sjá hverjir af vinum mínum eru lausir þennan tíma.
Annars þá sagði Dave í gær að vonandi væri hann búinn að finna hús, hann fær að vita hvort það verði laust á réttum tíma núna á föstudag. Það verður nú fyndið að búa í húsi í Wales. Ég er ekkert viss um að ég sé alveg að fatta (hí hí mamma, ertu núna "alveg að fatta" hvað alveg að fatta þýðir?) hvað ég er að fara út í. Land, borg,maður, barn, hús..allt nýtt. Og nú er ég búin að ákveða hvað ég vil gera þegar ég er orðin stór og það er nýtt líka! Er þetta ekki allt skemmtilegt?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli