föstudagur, 30. maí 2003

Og þá er maður aftur komin heim í föðurhús og mikið er það gott. ég var búin að segja við pabba að ég myndi hjálpa honum í Króniku en hingað til hefur hann afþakkað aðstoð mína. Það er ágætt núna, ég er hæstánægð með að fá að slappa aðeins af og reyna að ná áttum. Annars þá fann ég útskýringar á grindargliðnun á netinu og þetta sem ég finn fyrir er tvímælalaust sá kvilli. Verra er að á netinu stóð að þetta hefst á 17-18 viku og smá versnar svo að þeirri 30 þegar sársaukinn helst nokkuð stöðugur fram yfir burð! Mikið tilhlökkunarefni það. Það eina sem hjálpar mér er að fara í sund enda er ég búin að vera í bleyti í viku núna.

Núna er ég að bíða eftir að fara í sónar. Þetta er skrýtið ástand að vera óléttur. Fyrstu 12-13 vikurnar er maður ofsahrædur um að missa barnið, núna er ég sannfærð um að eitthvað sé að og að ég fái að vita það þegar ég fer í sónarinn. Merkilegt að vera ofsaglaður og ofsahræddur á sama tíma og dálítið slítandi. Vona bara af öllu hjarta að þetta sé allt í lagi.

Engin ummæli: