föstudagur, 30. janúar 2004

Dave minn er kominn í vikufrí sem er alveg dásamlegt. Við ákváðum að auk þess að slappa af þá myndum við mála eldhúsið sem er vægast sagt málað í hræðilegum lit sem stendur. Það verður gaman. Ég er að hugsa um að mála það ekki hvítt heldur fara eftir ráðleggingum Llewellyn-Bowen og nota "icelandic blue matt" (alvöru litur) eða daufgræn-ráan svona til að "inject some class" í eldhúsið. Llewellyn-Bowen er nú einusinni "interior" gúrú hérna í Bretlandi. Hmmm....kannski ekki meðmæli með þessari teppalögðu þjóð?

Engin ummæli: