fimmtudagur, 29. janúar 2004
Lúkas lá steinsofandi í vöggunni sinni en spriklaði engu að síður um og ýlfraði öðru hvoru. Þegar hann hafði gert þetta í 20 mínútur vakanði hann með andfælum og öskraði og æpti og ég átti bara í heilmiklum vandræðum með að róa hann niður. Og hann var hálf ómöglegur allt kvöldið. Það eina sem mér dettur í hug er að hann hafi fengið martröð. Getur það bara verið? Dreymir ungabörn? Og hvað getur hann hafa dreymt slæmt? Ég trúi því bara ekki að heili sem gerir enn ekki greinarmun á sjálfinu og umhverfinu geti dreymt. En ef ekki martröð hvað þá?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli