miðvikudagur, 28. janúar 2004

Þá er það loksins komið óveðrið sem við erum búin að vera að bíða eftir í viku núna. Fréttatímar hafa allir farið í viðvaranir um komandi ótíð og fólk er búið að vera að pískra um hamfarirnar komandi með óttablandinni virðingu. Við vöknuðum sumsé í morgun við að það hafði snjóað örlítið. (Vegsamngöngur allar úr lagi og slys á fólki þó nokkur) En dagurinn bjartur og fagur að mínu áliti. Um tíuleytið rigndi smá og myndaði gamalkunnugt slabb. (Dave hringir úr vinnunni til að athuga hvort ég sleppi ekki göngutúr dagsins og hvort það sé í lagi með okkur Láka) Við Láki höfum gaman af því að splassa aðeins um í slabbinu en áður en við komumst aftur heim hefur sólin brætt allt slabb. (Tracy hringir til að kanna hvort við höfum nægar vistir í húsinu) Það byrjar aftur að rigna og núna er smá rok með. (Veðurstofan varar fólk við óþarfa ferðalögum) Við Láki notum tækifærið og bökum hafrakökur svona fyrst að veðrið er svona vont. Svona er það nú.

Engin ummæli: