mánudagur, 26. janúar 2004

Ég gerði í dag það sem ég var búin að láta sjálfa mig lofa að gera aldrei meðan ég byggi hér í Veils. Ég gerði þetta sí og æ í Belgíu og dálítið á Spáni en var búin að halda í mér hér síðan í júní. En í dag sprakk ég. Og sagði stórar sögur af Íslandi. Stórar, stórar sögur um snjó upp að mitti og útigrill. Um fólkið sem á allt jeppa keypta fyrir kredit-kort. Um hrútspunga sem ungabörn naga meðan þau sofa í vagni við vagg jarðskjálftanna. Um ókeypis hitaveitur og sundlaugar í hverju horni. Um djamm til klukkan 9 daginn eftir. Um parket á öllum gólfum og sturtuböð. Málið er að ég hélt að ég væri að skreyta voða mikið, en í alvöru, er þetta ekki svona á Íslandi?

Engin ummæli: