sunnudagur, 25. janúar 2004

Ég var að velta fyrir mér afhverju mér leiddist Háskólinn svona mikið. Mér hefur alltaf þótt það voðalega skrýtið á miðað við hversu gaman mér finnst að læra og skemmti mér vel á öðrum menntastigum. Mér fannst bara gaman árið sem ég var í Belgíu. Ég held að það hafi með stúdentapólitíkin að gera. Mér þótti hún alltaf hálf-kjánaleg og nennti engan veginn að pæla í henni og hvað þá að taka þátt. En allir þeir sem skemmtu sér vel í háskólanum tóku þátt í, ef ekki pólitíkinni, þá einhverju félagstarfi. Hvenær varð ég svona fýlupúki að nenna ekki að vera með?

Engin ummæli: