föstudagur, 27. febrúar 2004

Við Lúkas Þorlákur fórum í sundtíma í dag og skemmtum okkur ekki vel. Nei, þetta var alveg hræðilegt. Svo hræðilegt að ég neyddist til að fara og kaupa standlampa í stofuna til að hressa mig við. Láki fékk extra skammt af mömmudjúsi til að hressa sig við. Ég er svo mikið frík að ég fer í sturtu áður en ég syndi, og uppskar þannig augngot og Shirley sagði:"Hvað ertu eiginlega að gera?", svo fórum við í vitlausa laug fyrst of vorum rekin upp úr. Þegar við fórum svo loksins í réttu laugina þá var hún svo köld að við skulfum bæði og endaði með því að Lúkas byrjaði að gráta. Og gráta. Og gráta. Og svo grét hann aðeins meir. Buslið var allt byggt á að hoppa um í vatninu og syngja lög. Sem ég náttúrulega kann ekki textann við. Ég gafst upp eftir korter og við fórum í heita pottinn þar sem Lúkas róaðist niður og við gátum farið upp úr. Ég ætla nú samt að fara aftur næsta föstudag, og vonandi gengur betur þá. Ég var líka smá svekkt af því að ég hélt að við mömmurnar ætluðum að fá okkur kaffibolla á eftir en þær voru búnar að plana annað þegar ég sagði:"hver er með í kaffi?" Þannig að mér leið eins og þegar maður reynir við einhvern sem segir "ekki í kvöld, en takk samt." (Og ég sem var loksins að gleyma því helvíti og þá kemur það allt aftur!) Ég er allavega búin að gefast upp á að eignast vini í gegnum Lúkas, það er ekki að virka.

Ég er hinsvegar enn á fullu að sækja um vinnur og er vongóð um að þannig komist ég betur inn í samfélagið. Hvernig líst ykkur á mig sem veðmangara?

Engin ummæli: