föstudagur, 5. mars 2004

Þá er öðrum sundtíma lokið og gekk allt miklu betur í dag. Lúkas var var um sig og ég er ekki með á hreinu að hann hafi beinlínis skemmt sér en hann grét ekki neitt og buslaði aðeins. Ég er viss um að næst finnist honum þetta orðið gaman. Við höfum bæði svo gott af þessu, að fara aðeins út á meðal fólks og hreyfa okkur aðeins meira en bara smá rölt um bæinn. Verst er að ég nota ferðina alltaf í smá innkaupaleiðangur og næ alltaf að eyða örlítið meira en fjárhagur leyfir. Skynsemin hans Dave ekki alveg tekin yfir.

Í kvöld er svo næst síðasti þátturinn af Beðmáli í borginni. Ég horfi enn spennt þó ég verði nú að viðurkenna að ég hef ekki sömu samúð (oh nú vantar mig orð, eins og samúð með karakterum, úr bókmenntafræðinni, eða er ég að hugsa um empathy? I don´t know) með karakterunum og áður. Þær eru orðnar of mikið "caricature" af sjálfum sér til að mér sé ekki sama. Bráðavaktin hinsvegar sjaldan verið betri og ég er búin að gráta yfir tveim þáttum nú þegar. Mikið sem gengur á.

Engin ummæli: