miðvikudagur, 3. mars 2004

Ég fór með Lúkas til læknis í dag. Ég er búin að vera að vona að rakakrem dugi til að laga barnaexemið hans en allt fyrir ekki og núna síðustu daga eru kinnarnar hans alltaf að verða verri og verri og hann er kominn með sár á hnésbæturnar eins og Kalli bróðir var með. Ég man hvað þetta pirraði Kalla þannig að ég dreif hann (Lúkas þ.e.a.s. ekki Kalla) til læknisins sem gaf honum spes krem sem á að lækna þetta allt. Vona það bara. Sjálf er ég aftur orðin hress og bíð núna bara spennt eftir stelpunum. Vika í dag. Gestaherbergið smám saman að taka á sig mynd, þó ég verði nú að viðurkenna að þetta verður enginn lúxus. Ekkert að því, við verðum hvort eð er mest megnis á stússinu. Ég vona allavega að þær séu ekki komnar til að fá sér lúr!

Engin ummæli: