laugardagur, 20. mars 2004

Og þá veit ég hvað Mr. Big heitir. En segi ekki orð.

Ég er búin að ákveða að halda "nafna"veislu fyrir Lúkas þegar ég kem heim í sumar. ég ætla ekki að skíra hann, sjálf hef ég reyndar ekkert á móti því en Dave er algerlega andvígur því, þannig að ég get ekki haldið skírnarveislu, en ég var samt að spá í þessu og mér finnst lífsnauðsyn að bjóða til veislu, bara svona til að fagna því að hann sé kominn í heiminn og heiti svona fallegu nafni. Ég ætla því að halda nafnaveislu, vonandi fyrri part sumars fremur en þann seinni. Það er líka þá ljómandi ástæða til að hóa saman vinum og ættingjum og sýna öllum litla barnið mitt í einu. Ég er nefnilega svo ljómandi ánægð með hann. Það er þá bara að panta kívæjis-húsið og byrja að draga að sér hveiti og smjörlíki.

Engin ummæli: