miðvikudagur, 7. apríl 2004
Ég ætlaði að fara að segja að þá væri lífið að komast í vanalegar skorður, en hætti við því í hvert sinn sem lífið fer í vanalegar skorður þá gerist eitthvað svaðalegt og allt fer úr skorðum. ég var engu að síður að þvo húsið hátt og lágt sem er dálítið vanalegt svona fyrir miðvikudag. Einasti eini tilkynnti voðalega stoltur áður en ég kom heim að hann væri sko búinn að þrífa og ég ætti bara að sjá húsið. Ég vil nú skilgreina húsþrifin hjá honum "strákaþrif". Þá tekur hann sumsé allt drasl og raðar í svona mistóra stafla og stæður hingað og þangað um húsið. Þrífur ekki og setur ekki á sinn stað, nei, setur í bunka. Voðalega vel gerða bunka það er ekki það, en ekki alveg eins og ég vil hafa það. Ég er ekki af neinum nöldurskóla, sagði þetta bara fínt og tók svo til í dag þegar hann er í vinnunni. Ef maður vill eitthvað gert vel þá gerir ma'r það sjálfur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli