föstudagur, 9. apríl 2004

Í minningunni er alltaf sama veðrið á Föstudaginn langa, svakaleg sól og svakalegt rok þannig að sandurinn smeig inn um allt. Algerlega versta veður sem ég get ímyndað mér. Kemur svo ekki bara í ljós að það er sama veðrið í Veils. Uss og svei.
Í öðrum fréttum þá fékk Lúkas Þorlákur hrísmjölsgraut í dag í fyrsta sinn. 3 skeiðar og fannst lítið til koma. Mér finnst þetta vera heilmikill hornsteinn í lífi barnsins og hoppaði um af æsingi á meðan að ég gaf honum.

Engin ummæli: