mánudagur, 12. apríl 2004

Páskahelgin gekk í garð og nokkuð hátíðlega hér megin, við elduðum hamborgarhrygg og brúnuðum kartöflur, klæddum okkur upp á og nöguðum okkur í gegnum 3 páskaegg. Vel af sér vikið það. Lúkas Þorlákur fékk "oft má satt kyrrt liggja" en ég get ekki heimfært það upp á barnið á nokkurn hátt en við Dave fengum bæði nokkuð góða málshætti. Ég fékk "meira vinnst með blíðu en stríðu" og Dave fékk "sígandi lukka er best" sem mér finnst alveg frábært því hann kvartar yfir óheppni en ég vil meina að hann sé mjög heppinn, það komi bara alltaf óhapp upp á fyrst og svo gerist eitthvað happ til að bæta óhappið. Hann var mjög ánægður með eggin og fannst þau sniðug. Enda mun sekmmtilegri en bresk páskaegg sem eru bara hol súkkulaðiskel í nafni einhvers súkkulaðsins, eins og sést hér t.d. þar sem eggið er kit-kat. Ekkert gaman að því, maður getur allt eins bara fegnið sér kit-kat. Lúkas fékk stærsta eggið, en ég ákvað að leyfa honum ekki að sleikja það, ég er búin að ákveða að mín eigin súkkulaðifíkn komi til af því að hafa fengið að sleikja súkkulaðiegg rétt 4 mánaða gömul, og vil ekki að barnið endi eins og ég. Við Dave veltum svo fyrir okkur í smástund hvað við værum að gera ef það væri enginn Lúkas og vorum bæði sammála um að helgin hefði farið í djamm og vesen. Við bíðum bara róleg eftir að verða eldri og geta þá byrjað aftur svona eins og þessi hér. Þetta er allt hringrás.

Engin ummæli: