fimmtudagur, 23. september 2004

Einn kúnnanna okkar í dag og ég áttum langt spjall. Hann er pólverji sem er búinn að búa í Veils í 60 ár. Kom hingað fyrst 1940, þá 18 ára gamall, til að berjast með Bretum í stríðinu. Giftist svo velskri stúlku í óðagoti 1943 og fór aldrei aftur heim. Hann var svo óheppinn að vera skotinn þrem dögum fyrir stríðslok og er búinn að vera haltur síðan. Hann sagði mér að hann væri landlaus. Eftir þetta mörg ár væri hann ekki pólverji lengur og hann væri svo sannarlega ekki Breti. Hann sagði mér að það væri bara fínt, landamæri skapi bara stríð. Ég er samt búin að vera með hnút í maganum síðan ég hitti hann; ef ég verð hér að eilífu tapa ég þá Íslandi úr mér? ég vil ekki verða breti. Eða er ég með úreldar hugmyndir um þjóðerni?

Hálfvelski/hálfíslenski sonurinn minn þýtur nú um allt á rassinum, hálfskríður, hálfýtir sér áfram en á undraverðum eldingarhraða. Líttu af honum í sekúndubrot og hann er að hella kaffibollanum sem var skilinn eftir á stofuborðinu yfir vídeótækið. Eða rífa símasnúruna úr sambandi. Eða tæta í sundur bækurnar okkar. Merkilegt hvað ég hljóma stolt af honum?

Við fáum svo bréf núna nánast daglega frá lögfræðingnum, hann lætur okkur vita hvað er að gerast í húsakaupunum. Margt og mikið, en ekkert sem bendir til undirskrift samninga eða tilkynning um neinar dagsetningar. Mest virðist þetta vera með landarmerki og kolanámur að gera. Húsið er það gamalt að það er flókið að fá staðfest hver á hvað og hvað tilheyrir og svoleiðis.

Svo er það bara að bíða eftir næstu helgi og heimsókninni frá Þollurunum. Jei! Rauðkál og remúlaði!

föstudagur, 17. september 2004

fimmtudagur, 16. september 2004

Ég fann uppskriftasíðu á netinu sem segir að í stað eggja megi setja vatn, matarolíu og matarsóda í hvað sem er. Lúkas má ekki borða egg þannig að ég er að reyna mig áfram með þetta í eldamennsku og bakstri. Það er með þetta eins og annað, maður tekur ekki eftir því hvað maður notar þetta mikið fyrr en það er orðið bannað.

Ég bíð spennt eftir að heyra frá Careers Wales með vinnuna. Þau sögðust myndu hringja og láta vita á morgun. Fingers crossed eins og við segjum hérna megin. Ég er búin að mála mig út í horn í gleraugnabúðinni, ég er svo spennt eftir að fá eitthvað annað að ég er búin að gera gleraugna vinnuna leiðinlega fyrir sjálfri mér. Ég vakna á morgnana og reyni að "choose my attitude" en það virkar ekki alltaf. Merkilegt hvað maður ræður miklu sjálfur um hvernig manni líður.

sunnudagur, 12. september 2004

Þessi síða mín er farin að valda höfuðverk, það birtist ekkert af því sem ég skrifa. Anyhoo, ég er sumsé nýkomin frá Birmingham, var þar í þrjá daga á námskeiði þar sem ég lærði allt um gleraugu. Það var svaka gaman, ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og lærði heilmikið. Kom svo heim og fór í vinnuna á laugardag og gat ekkert notað af því sem ég lærði. Týpiskt. Hvað um það ég er nú reyndar að vona að ég úrfi ekki að vera þarna mikið lengur, ég er á fullu að sækja um aðrar vinnur. Ég er ekki mikil sölumanneskja it seems.

Mikið var erfitt að vera án Lúkasar svona lengi. ég kópaði alveg án Daves þó ég hafi saknað hans en Lúkas, mamma mía! Á föstudeginum var eins og að einhver hefði skorið af mér handlegginn. Ferlegt.

Látum oss nú sjá hvort þetta birtist.

miðvikudagur, 8. september 2004

Ég er farin til Birmingham á námskeið og verð þar næstu þrjá dagana. All expenses paid, en hálfömurlegt að hugsa til þriggja daga án kallanna minna. Úff.

miðvikudagur, 1. september 2004

MIg dreymdi rottur í nótt. Milljón rottur í yfirgefnu húsi og ég átti að veiða þær. Ég náði svo yfirrottunni og snéri úr hálsliðum. Hvað þýðir það eiginlega?