mánudagur, 12. september 2005

Altso.
Brúðkaupið eins frábært og hægt var að hugsa sér, ég á sennilegast heimsmet í bestu vinum og ættingjum, allir svo yndislegir að hjálpa til og koma í veislu og gleðjast með okkur. Mér varð svo um velvildina að ég er sumsé búin að vera veik af heimþrá síðan og hef lítið getað skirfað. En nú er ég búin að jafna mig og komin á fullt af stað með frábær plön.

Húsið.
Er gegnsósa af vatni, eitthvað sem þeir kalla rising damp og er víst mjög algengt hér. Þeir hafa ekki fyrir því að byggja hús á grunni þannig að með árunum byrjar húsið að síga í sig vætu úr jörðinni sem síðan safnast í veggjunum. Þetta er eitthvað sem við hefðum getað sagt okkur sjálf að væri hér í svona gömlæu húsi, við bara trúðum ekki að gaurinn sem við keuptum að myndi ljúgja að okkur og segja blákalt að allt væri í himnalagi. Maður gleymir alltaf að heiðarlegt og bláeygt fólk er stanslaust tekið í rassgatið af óprúttnum náungum. Allavega, þetta þarf að laga. Lukkan ávallt yfir okkur og bankinn er með útsölu á lánum þannig að við gátum fengið fyrir þessu án þess að bæta neinu við mánaðargreiðslurnar, með svona smá tilfæringum hér og þar. Þýðir engu að síður að nú bíður nýtt baðherbergi og nýtt eldhús allavega í tvö ár. Ég er samt einhvern vegin ánægð með að þetta hafi gerts, núna verður allt sem mér líkar ekki við húsið, þeas, svona einhver gömul lykt sem ég gat ekki fest fingur á, lagfærð og mér finnst ég geta burjað að gera almenniglega það sem mig langar til að gera við húsið. Ég er alltaf að verða ´nægðari og ánægðari með það einhvernvegin. Hér er góður andi.

Nám.
Ég ætla að reyna að fá mér Mastersgráðu í fjarnámi. Master of Education. Þarf aðeins að skoða betur en kemur við næsta lið.

Starf.
Ætla að vera fram að jólum í það minnsta hjá Dollond og Aitchison, á von á st-ðuhækkun og 1500 punda launahækkun ´a næstu tveimur mánuðum. En langtíma plan er að komast að í Board og Education hér í Wrexham. Með master á bakinu, ætti það að vera doddle.

Horseless carriage.
Ætla að reyna að skoða bílprófstöku bráðlega. Sá nefnilegta tengt starf auglýst í Oswestry og þarf bíl til að vinna þar.

IcelandAir.
Ætlar að fljúga tvisvar í viku beint til Manchester frá og með næsta Apríl. Manchester er í hálftíma fjarlægð héðan, þannig að þið komið hingað aðra hvurja helgi og ég kem heim hina. Flott.

Púki Jones.
Er algjört æði, algerlega brjálaður í skapinu og reynir á mig eins og enginn annar hefur nokkurn tíman gert. En fallegra og knúsilegra barn má vart finna. Hann segir muu við hunda og mum við mig og pabbi við Dave og nei og no í einu. En aðallega No Way! þegar hann á að fara að sofa eða greiða sér.

Jones Sr.
Er heldur betur farinn að færa sig upp á skaftið (eða skaptið) og lét mig horfa á 4, ég endurtek fjóra, fótboltaleiki í röð einn daginn. Sá heldur að hann hafi mig í vasanum! (West Ham er núna að vinna Aston Villa 4-0)

Las frábæra Vampírusögu um daginn, The Historian eftir Elizabeth Kostova.

Er bæði kát og glöð.

Engin ummæli: