föstudagur, 22. september 2006

Loksins, loksins er lokið (fingers crossed) þessu veseni með rakann í veggjunum hjá okkur. Endapunktur vonandi kominn á málið og ekkert eftir nema að mála upp á nýtt. Ekki uppáhaldsiðjan mín, ég er ekki nógu mikill fullkomnunarsinni til að hafa þolinmæði en ég er ákveðin í að hafa allt skínandi hvítt fyrir jól, þannig að það er bara að drífa síg í málið.

Fékk flugmiðana senda í dag, rétt rúmar tvær vikur í heimkomu!

Engin ummæli: