þriðjudagur, 5. desember 2006

Ég fór út á djammið með stelpunum í vinnunni á laugardagskvöldið, í rauða kjólnum mínum. Viða gaman, ég er mjög hrifin af bresku djammi, mætt á svæðið fyrir sjö, komin upp í rúm klukkan eitt (og áður en þið spyrjið þá fór ég sjálf í rúmið, ég lifði þetta djamm af!) og komin út á róló klukkan níu morgunin eftir! Ekkert mál. Mér fannst þetta vera emira svona eins og gamlárskvöld af því að það var allt í sprengjum og púkablístrum og fyndnum höttum, en svona eru víst jólin hér. Ég dansaði svo interpretive dans við Like a prayer með Madonnu sem þótti mjög sniðugt. Kannski ekki á sama hátt og mér fannt það fyndið en ég er búin að gefast upp á að bíða eftir því að þær fatti mig. Svo lengi sem þeim finnst ég skrýtin og skemmtileg þá er mér sama.

Engin ummæli: