föstudagur, 27. apríl 2007

Ég er oftast síðhærð, enda líður mér best þannig, en stundum grípur mig eitthvert æði og ég verð að fara í klippingu og láta skera það af. Oftast til að reyna að likjast einhverri stjörnunni. Núna er það Viktoría "posh" Beckham, og hefði ég svosum getað sagt mér sjálf að ekki myndi þetta fara vel, vart má finna ólíkari stelpur tvær en mig og stærð tvöfalt núll Viktoríu. Líkt og Svavar Hávarðsson hvers hár vex upp á við, vex mitt útvegis, fremur en niður eins og hjá venjulegu fólki. Ég er því nú með stærsta hár "sideways" sem sést hefur norðan alpafjalla í langan tíma og ræð ekkert við. Síðast minnti ég á Eika Hauks, ekki leiðum að líkjast, en nú er það bara vont. Svo einn einu sinni bíðum við eftir að það síkki nóg til að setja upp í sitt vanalega hreiður og sver að þetta var síðasta skiptið. Aldrei aftur í klippingu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri nú að skella inn einni mynd af dömunni svo að við hin í Langtíburtistan fáum að sjá ??

Kys og kram
Blöbbý

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf ljúft þegar gott fólk man eftir manni; makka sem öðru sem skiptir máli! Enn er það svo að hár mitt leitar til himins og takmarkar möguleika mína til að skipta um stíl. SH.