miðvikudagur, 16. maí 2007

Það var ekkert að myndavélinni, ég var bara með vitlaus batterí. En hvernig getur maður svo sem vitað það? Er að bíða núna eftir að rigningu sloti svo ég geti tekið mynd af bílnum og hárinu í glampandi sólskini. Maður býr jú í útlöndum og ekki hægt að láta sjást á mynd eitthvert skítaveður!

Að gleðifréttum, ég hef núna staðist stærðfræðipróf í fyrsta sinn síðan 1992. Fékk meira að segja 7.2 sem móðir mín segir mér að sé fyrsta einkunn. Haldiði að það sé?! Þannig að nú er bara að undirbúa sig undir viðtal, búa til bissnessplan og selja sig dýrt.

3 ummæli:

Rannveig sagði...

hjartanlega til hamingju krúttið. var sjálf ekki í nokkrum vafa um að þú rúllaðir þessu upp fyrst þú varst búin að ákveða að gera það.

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er almennilegt! Þú hefur staðið þig vel góða eins og við var búist. Til lukku með þetta. Verðum í bandi!

Luv Harpa

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju krútt;). Hlakka til að sjá þig með NÝJA hárið ;).Heyrumst fljótlega.