mánudagur, 5. nóvember 2007













Lúkas hélt upp á fjögurra ára afmælið sitt í gær, þrátt fyrir að afmælisdagurinn sé ekki fyrr en á morgun. Við buðum bara fjölskyldunni, enda ekki mikið meira pláss en það í litla húsinu okkar, kannski hægt að Pollýannast aðeins með það, það væri nebblega ekki pláss fyrir íslensku ættingjana þannig að ég má ekki býsnast yfir því að ég sakni þess að hafa ekki fleiri frænkur í partýinu. Ég bakaði handa honum Tómas köku sem hann var hæstánægður með, og þar með takmarkinu náð. Hann fékk fullt af gjöfum, eiginlega of mikið því stofan mín er horfin, ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þetta allt.

Mér finnst nebblega ekki fallegt að vera með eyjuna Sodor (þar sem Tómas býr) í stofunni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku fjölskylda!
Innilega til hamingju með daginn:-)
Ekkert smá flott Tómasar kakan hans Lúkasar...ég veit hvern ég tala við næst þegar ég held afmæli :)!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn. Alltaf er maður jafn hissa hvað tíminn líður hratt.