sunnudagur, 10. febrúar 2008

Og svo það skemmtilegast í heimi, nýja baðherbergið í höfn. Fórum í dag í Mfi og keyptum sturtu, vask, klósett, handklæðaofn (hvað heitir það á íslensku?), skáp, flísar, niðurrif og uppsetningu. Píparinn kemur í næstu viku til að skoða dæmið og svo er bara fúll spíd ahed! Ég er nú reyndar með það á hreinu að það er ekki alveg svona einfalt fyrir okkur hér, eitthvað hlýtur að fara úrkseiðis, það er vanalega þannig, en þá er bara að vera róleg, anda í gegnum nefið og finna bestu lausnina. Svefnsófinn í stofuna verður afhendur eftir 21. feb og svo bókahillur í næsta mánuði. Er hægt að verðu öllu lukkulegri, ég bara spyr?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Djöfull sem ég hlakka til að koma og detta á dolluna hjá þér!
Hvernig fór annars með lottóvinningana? Ég gleymdi að kaupa mér miða þannig að ég treysti á að þú gefir mér hluta af þínum vinning......

murta sagði...

Nei, draumurinn beindist greinilega að mömmu því hún vann 7000 kall daginn eftir. Ótrúlegt ekki satt?