miðvikudagur, 19. mars 2008

Þeir eru mjög tónelskir þeir veilsbúar og einna helst þekktir fyrir karlakórana sína. Héðan úr dölunum hafa margir velþekktir óperusöngvarar átt uppruna sinn. Hér í Rhos er til að mynda mjög virðulegur karlakór, The Rhos Orpheus Male Choir. Þeir fóru í sitt fyrsta tónleikaferðalag 1947 og þá til Barcelona. Þegar þangað var komið sáu þeir að auglýsingin las "Los Hermanos Jones de Galles" og fýsti að vita hvað þýddi. Jú, spánverjarnir höfðu séð að þeir voru allir þrjátíu með eftirnafnið Jones, og svo einhver slatti af Williams´s, og gert ráð fyrir að hér væri á ferðinni "Bræðurnir Jones frá Wales".

Og þessi saga mamma, var bara fyrir þig. Múss.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég elska fróðleiksmolana þína og líka karlakóra. Láttu mig vita þegar þeir eru næst með tónleika. Ég ætla að bóka ferð þá!