sunnudagur, 2. mars 2008


Hér er mæðradagur í dag og af því tilefni set ég þessa mynd af okkur mæðginum tekna í morgun. Við erum oft mjög ánægð með hvort annað. Stundum ekki svo ánægð með hvort annað en það er önnur saga.
Mamma mín, sem er auðvitað og að sjálfsögðu besta mamma í heimi, segir mér að enn snjói á Íslandi. Ef ég á að segja sannleikann og allan sannleikann þá hrýs mér hugur við að flytja heim ef það á að vera þannig. Ég get ekki haldið því fram að hér í Veils sé eitthvert spánarsambó, hér er oftast blautt og grátt. En það er komið vor og ég veit að það verður sumar. Þessi endalausi vetur hljómar lítt spennandi núna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er svo fallegt veðrið þessa stundina, snjór yfir öllu en glampandi sólskin og blankalogn. Gerist vart fegurra!