miðvikudagur, 23. apríl 2008

Þvílík dýrð og himnasæla, tveir frábærir sólardagar í röð. Sumir alveg með á nótunum; sá stelpu í dag í gegnsæjum hvítum bómullar(bol)kjól, meðan að við sem lögðum af stað í vinnuna áður en þoku létti í morgun vorum íklædd ullarkápum og kjánasvip á sveittu andlitinu. Mikið er gaman þegar sólin skín, ég planaði samstundis kaup á gasgrilli sem ég ætla svo að láta pabba handera í júlí. Komin fram úr sjálfri mér að sjálfsögðu en get ekki að því gert en að hlakka til sumarsins. Er líka að spá í að fjárfesta í trampólin í garðinn. Held að ég viti um lítinn mann sem myndi glaður hoppa burt sumarið. Svona í nánari framtíð er ég bara rétt að vona að þetta forskot á sumarið haldi yfir helgi, það væri svo gaman að geta boðið ömmu og afa og frænku upp á svona yndislegheit.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er gott að vita að það eru fleiri en Katrín Sigríður sem klæða sig vel í sumarhitanum. Hún krefst þess að fara í úlpu í leikskólann þrátt fyrir að bæði í gær og í fyrradag hafi verið 19 stiga hiti þegar ég sótti hana :-).

Takk fyrir síðast!
Harpa

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar :-)
Þetta með klæðnaðinn minnir mig á Reykjabrautarárin; þá vissi maður að sumarið var komið þegar Rán vinkona mín var farin að sóla sig á tröppunum á brjóstahaldaranum meðan við hin vorum a.m.k. í peysu, stundum úlpu! Og hún varð alltaf kaffibrún og falleg langt á undan okkur. Termóstatið eitthvað mismunandi í fólki ;-)
Bestu kveðjur