miðvikudagur, 28. maí 2008

GWlAD YR IA vs. CYMRU!

Hið óhugsandi mun eiga sér stað í kvöld. Ísland keppir við Veils í knattspyrnu. Og til að viðhalda hamingju á heimilinu hef ég þurft að segja að vonandi vinni Veils af því að "it´s more important to you sweetheart." SJÉNS! Auðvitað tökum við þessa ræfla, þetta eru allt pínkulitlir tittir í karlakór með sérlegan áhuga á sauðfé! ÁFRAM ÍSLAND!

1 ummæli:

Harpa sagði...

Jæja, Dave hlýtur að vera ánægður með úrslitin....