mánudagur, 9. júní 2008

Aðeins búin a draga úr dramanum hérna megin, enda aldrei getað hatað sjálfa mig lengi, finnst ég of æðisleg til þess. Verð bara að hætta að borða og er búin að finna upp nýjan megrunarkúr. Númer eitt; skrá mig á lista hjá lækni til að komast í "magateygjuaðgerð". Númer tvö fara í hverju hádegishléi í Next og svekkja mig á að komast ekki í fötin þeirra og og svekkja mig í að borða minna þar af leiðandi. Númer þrjú komast loksins að í aðgerðina eftir tveggja ára biðlista og til þess eins að fatta að Next kúrinn virkaði og ég er orðin þvengmjó! Ekkert mál!

Ég er nefnilega enn svo lukkuleg þið sjáið til. Fyrir utan að eiga fallegustu viskustykki í heimi sem láta eldhúsið mitt breytast í hálfgert listasafn, þá vann ég úr í vinnunni. Já, ég er duglegust í Norður-héraði við að selja Police gleraugu og vann þetta líka fína úr að virði 120 pund. Nú þarf ég bara að selja það einhvernvegin og þá get ég keypt mér nýja borðstofustóla. Mínir eru að liðast í sundur. Haldiði að maður sé með lukkuna yfir sér.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég vissi að lukkan eltir þig á röndum, hvað annað?

Harpa sagði...

Hvaða hvaða, það er aldeilis lukkan yfir þér. 80 pund í lottóinu í síðustu viku og úr upp á 120 pund í þessari viku. Hvar endar þetta eiginlega?