miðvikudagur, 16. júlí 2008

Ekkert að mér já! Djöfuls kjaftæði. Ég er alveg brjáluð núna. Ég get ekki séð að ég geti haldið mér undir 1600 karólínum á dag, mér finnst eins og ég þurfi að æfa meira, ég er svo flink að svindla að ég gert meira að segja platað sjálfa mig og þetta á aldrei eftir að ganga upp. Það væri svo miklu einfaldara að gefast bara upp. Ég hef alltaf verið feit, ég skil ekki afhverju ég er að stressa mig á að reyna eitthvað annað. Best að vera bara feit áfram. Bara ein kökusneið kannski, eða smá ís eða kannski bara ís ofan á kökusneið...

Eða þá að ég skoði núna aðeins nýtt prógramm. Mig langar til að prófa eitthvað meira structured. Það er of auðvelt að svindla á einfaldri talningu. Hefur einhver prófað þennan? Ég hef eðlislæga vantrú á megrunarkúrum en finnst eins og ég gæti þurft á því að halda að koma mér í svíng með svona alvöru prógrammi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki prufað þennan en ég hef prufað danska kúrinn og hann svínvirkaði á mig. Hafði ekki mikla trú á honum til að byrja með en kom svona líka skemmtilega á óvart. Hér er matardagbók sem þú getur fyllt út: http://www.weightconsultants.com/images/pdf/matardagbok%20konur.pdf

og hér er heimasíðan þeirra: http://www.weightconsultants.com/is/