laugardagur, 5. júlí 2008
Ég fór í ægilega fínan göngutúr í morgun. Vaknaði klukkan sex og skellti mér í joggarann (já, að hugsa með sér, ég Á joggara!) og út áður en ég fór í vinnu. Mikið gott og gaman, bara ég og fuglar, nokkur hundruð sauðfé og tveir íkornar. Sólin skein í heiði og ég var í hálfgerðri vímu yfir því hversu dugleg ég var. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég myndi finna hvatningu til að gera þetta það sem eftir er. Og ég er að spá í að líta ekki á hreyfingu sem eitthvað sem ég þarf að finna einhverja "æðri" hvatningu. Hreyfing er bara eins og að vaska upp eða búa um. Ég hef ekkert val. Ef ég ætla að eiga hreint eldhús þá verð ég að vaska upp reglulega. Ég hef enga hvatingu til að gera það, ég einfaldlega vaska upp eftir matinn. Simple as. Sama með hreyfingu, ég hef ekkert val. Og ég er þegar ég er búin að vaska upp þá fyllist ég alltaf vellíðan. Það er það sama með líkamsræktina. UUUmmmmm. Ég elska endorfín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er bara orðlaus, þvílíkur dugnaður. Og það á því sem ég kalla ókristilegum tíma!
Skrifa ummæli