sunnudagur, 6. júlí 2008

Ég heyri í þeim feðgum uppi í svefnherbergi, Dave er að reyna að svæfa Láka. Hann er búinn að lesa bæði Gruffalo og Gruffalo´s child og Láki er búinn að fá að fara eina ferð á klóið og drekka eitt mjólkurglas. Hann er núna að reyna að spjalla en Dave svarar alltaf með ákveðnum tón "Good night Lúkas." Það er svo mikilvægt fyrir okkur að koma honum í svefn á skikkanlegum tíma því annars fáum við engan tíma fyrir okkur.

Sjálf er ég að lesa fyrir próf og plotta æfingarskjedjúl. Prófið er reyndar mikilvægast þessa vikuna, ég ætla ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru þessa vikuna. Það gildi aðallega um hversu erfið síðasta vika var. Ég var á fullu að ganga og er byrjuð á pilates hérna heima en maturinn var að vefjast fyrir mér. Ég er búin að vera þunglynd og leið alla vikuna og ég finn það að það er einhverskonar sykurfráhvarf. En á sama hátt og ég er ekki þræll nikótínsins lengur þá ætla ég að vera frjáls frá sykri. Ég mun sigra!

Engin ummæli: