sunnudagur, 31. ágúst 2008
The Evening Leader sem er dagblað okkar Wrecsam-búa slær því upp á forsíðu sinni í fyrradag að Wrecsam mælist sem einn feitasti bærinn í Bretlandi. Ég bað samstarfskonur mínar afsökunar á að vera hluti af vandamálinu, nóg er nú offitufaraldurinn að plaga velska að það er víst óþarfi að flytja spes inn fitubollur frá Íslandi. Annars þá er ég bara í góðum gír þessa dagana. Borða fullt af nammi en bæti það upp með að sleppa algerlega öllum mat. Þetta er einn skemmtilegasti matarkúrinn sem ég hef fundið upp á lengi. Hef sem sé ekkert lést, en bæti heldur ekki á mig. Fínt. Að öllu gamni slepptu þá fæ ég ekki tíma hjá hjúkku fyrr en að viku liðinni og vonandi að ég fari að taka mig á svona með því. Pilates á fullu og svo vonandi að ég fari að komast í spinning áður en langt um líður. Eða bara gleyma þessu. Mikið væri gaman að fá bara að gleyma þessu öllu í smá stund. Bara smá frí. Frá talningu og pælingu og samviskubiti og panikki og lygum og og og og og og...
miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ætli maður sé bara ekki í svona ægilegu pönkskapi núna. Fann í þjóðarrembingsvímunni lag með Morðingjunum sem heitir Áfram Ísland og er núna að fíla þá í tætlur. Heyri svo mikla skírskotun í Dead Kennedys að ég verð bara 15 aftur og langar að kyssa Braga. Mikið var gaman að vera 15 ára. Pixies og Húnaver og sígarettur og bylting og svartar gallabuxur. Ég er nebblega hætt að hlusta á tónlist. Finn bara engan tíma. Er að sinna barni og námi og vinnu og eini tíminn sem gefst er rétt við uppvaskið. Ætla að innleiða smá pönk í uppvaskið.
þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Við liggjum nú öll í gubbupest aldarinnar. Láki reyndar búinn að jafna sig en við pabbi hans liggjum gjörsamlega í því. Ég hef nú bara ekki vitað annað eins. Ég var orðin sannfærð um að Bretland legðist svona illa í mig, mér finnst ég aldrei hafa verið eins oft veik eins og hérna, en fattaði um helgina að það er annar varíant í þessu. Lúkas. Þegar hann verður veikur þá verð ég veik. Hann fór í síðustu viku aftur á Toybox leikskólann og kom heim með þessa pest. Og við steinliggjum öll.
mánudagur, 25. ágúst 2008
Lúkas kyrjar enn "Áfram Ísland" svona öðruhvoru, fáninn er enn uppi við og sjálf fæ ég enn kökk í hálsinn af stolti og þjóðarrembingi. Horfði á leikinn á BBC og það var spes að hlusta á hlutlausa lýsingu. Bretinn sem lýsti hélt því reyndar fram að ef hefði ekki verið fyrir ótrúlega markvörslu Frakka þá hefðum við unnið með yfir 30 mörkum. Hann vildi líka meina að þetta væri síðasta mót þessa franska liðs, þeir væru allir komnir vel við aldur en að íslenska liðið væri rétt að byrja. Ég vona svo að þjóðin haldi partý á miðvikudaginn og veri eins halló og uppfull af rembingi eins og mögulegt er, og fagni silfurliðinu eins og þeim hetjum sem þeir eru. Áfram Ísland!
fimmtudagur, 21. ágúst 2008
miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Ég sæki um vinnur hægri vinstri sem stendur, man orðið ekki eftir hvað ég er búin að sækja um. Mér er orðið alveg sama hvað ég fæ, bara að ég geti gert eitthvað annað en það sem ég er að gera núna. Í fyrstu var ég að vonast eftir einhverju betra, þar sem ég gæti nýtt námið meira en núna er það þannig að mér er nokk sama hvað ég geri, bara að það sé eitthvað nýtt. Andrúmsloftið í vinnunni verður stanslaust verra, ég veir ekki alveg hvað gerðist en mér finnst eins og að verslunarstjórinn sé að panikka yfir slæmu árferði og taki það út á mér. Sem er ekki nógu gott, hún er ekki góður stjóri ef hún getur ekki frekar reynt að yfirfæra panikkið í kraft til að gera eitthvað nýtt og sniðugt til að selja meira. Hvað um það þetta er skítavinna og ég er svo overqualified að það er ekki fyndið og þar sem það er útreynt með að koma sér áfram í fyrirtækinu þá verð ég bara að kveðja. Basta.
Ég sveiflast því á milli ofsakvíða og ofsakæti. Hvað ef ég finn ekkert annað? Ég get ekki hætt því ég er búin að ráðstafa mánaðarlaununum fyrirfram og má ekki missa úr greiðslu. Í næstu andrá er ég komin á flug með að ímynda mér mig í því starfi sem ég er að sækja um í það og það sinnið.
Að öðru leyti er ég svo ekki alveg að takast á við mataræðið. Er enn að maulast með Íslandsblús og fer í Marks og Spencer í hádeginu og kaupi mér flapjack. Þetta kemur allt með kalda vatninu.
Ég sveiflast því á milli ofsakvíða og ofsakæti. Hvað ef ég finn ekkert annað? Ég get ekki hætt því ég er búin að ráðstafa mánaðarlaununum fyrirfram og má ekki missa úr greiðslu. Í næstu andrá er ég komin á flug með að ímynda mér mig í því starfi sem ég er að sækja um í það og það sinnið.
Að öðru leyti er ég svo ekki alveg að takast á við mataræðið. Er enn að maulast með Íslandsblús og fer í Marks og Spencer í hádeginu og kaupi mér flapjack. Þetta kemur allt með kalda vatninu.
sunnudagur, 17. ágúst 2008
Það er alltaf gott að vera í sínu húsi, það erum við Láki sammála um. Mér fannst hinsvegar sérlega erfitt að koma heim í þetta sinnið. Aðallega vegna þess hve ósátt ég er í vinnunni. Ég fæ hreinlega gubbupest við tilhugsunina um að fara aftur í vinnu. Og það er ómögulegt að líða þannig. Ég er mest ósátt vegna þess að ég sá draumadjobbið auglýst á Íslandi. Talsmaður fyrir LÍÚ. Akkúrat það sem ég vil gera. Það er semsé ekkert sem heldur mér hér lengur. Ef ég fæ ekki betri vinnu á næstu 2, 3 mánuðum þá er ég farin. Eins og Dave sagði þá er það bara hans vegna sem við erum hér og hann er flytjanlegur. Mig langar bara svo til að hafa aðeins skemmtilegri ferilskrá til að fara með heim í ofanálega við námið. Ég er búin að sækja um tvær spennandi vinnur núna og bíð átekta. Sjáum hvað setur.
Og já. Ég þarf að byrja upp á nýtt í betra mataræði lífstílnum. Hann lifði Íslandsförina ekki af. En engar áhyggjur, það kemur allt aftur. Ég er byrjuð aftur á fullum krafti. (Um leið og ég er búin með þennan lakkríspoka...)
Ps. Ég fékk annað c fyrir 3 ritgerðina. Fín fræðimennska en hroðvirknislega unnin. Veit upp á mig sökina þar. Bíð enn eftir prófseinkunn.
Og já. Ég þarf að byrja upp á nýtt í betra mataræði lífstílnum. Hann lifði Íslandsförina ekki af. En engar áhyggjur, það kemur allt aftur. Ég er byrjuð aftur á fullum krafti. (Um leið og ég er búin með þennan lakkríspoka...)
Ps. Ég fékk annað c fyrir 3 ritgerðina. Fín fræðimennska en hroðvirknislega unnin. Veit upp á mig sökina þar. Bíð enn eftir prófseinkunn.
mánudagur, 4. ágúst 2008
Við Dave erum núna búin að fá að vera ein heima heila helgi en Láki fór til Íslands með ömmu og afa á föstudagskvöld. Eins ljómandi og þetta er þá sakna ég hans smávegis og hlakka til að sjá hann aftur á morgun. Ég er svo náttúrulega ægilega spennt að komast smá til Íslands. Vonandi að ég nái að hitta sem flesta og gera sem mest. Svo verður líka spennandi að sjá hvernig mér gengur að telja karólínur á meðan ég er í fríi. Ég vorkenni Dave smávegis en hann fær ekkert sumarfrí í ár og þarf að bíða hérna einn heima á meðan við Láki skemmtum okkur á Íslandi. Að sumu leiti er gott að fá að vera bara ein og tala íslensku án þess að hafa áhyggjur af því að hann sé að skemmta sér og sé ekki einn úti í horni en á hinn bóginn finnst mér ekki gott að vera í burtu frá honum lengi. So see yous later!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)