föstudagur, 17. október 2008

Mikil ósköp sem lukkan lýsir hér og skín alltaf hreint. Eftir miklar reddingar frá Kalla bróður er háskólaprófsskírteini í höfn og samkvæmt skattinum ætti allt að vera komið á hreint frá þeim á þriðjudag. Þá get ég sagt upp og fengið dagsetningu á hvenær ég hef störf hjá þeim. Og get þar með keypt flugmiða í flottræflaferðina mína til Íslands. Þegar ég svo kom heim biðu mín jól í kassa, jólaskrautið í ár tilbúið til notkunar (kannski ekki alveg strax samt.) Best af öllu var að ökuskírteinið mitt var líka tilbúið. Ég er sumsé með skírteini sem segir að ég megi keyra svo lengi sem einhver með bílpróf sitji í bílnum hjá mér, og ég má byrja að keyra með ökukennara. Ég er svo spennt og er búin að finna bílinn sem ég ætla að kaupa. Lúkas kom svo heim úr skólanum þar sem hann fékk að vera Helpu Heddiw (helpú hefjú) í dag. Að vera helpu heddiw er mikil upphafning, maður fær að vera "leader" og hjálpa kennaranum og bara besta og kurteisasta barnið fær að vera "hjálpari dagsins". Ég er svo stolt af honum. (Og mér.)

1 ummæli:

Harpa sagði...

Er eitthvað að gerast? Ertu kannski bara alltaf út'að keyra núna??