fimmtudagur, 18. desember 2008

Ég á frí á morgun í nýju vinnunni. Eins gaman og það er í vinnunni þá er nú samt líka ægilega gaman að vera í fríi. Ég ætla að tækla húsverk, efri skápa og þessháttar, og smella mér svo til Wrexham eða Chester til að kaupa síðustu jólagjöfina. Wall-ee á DVD. Og bara vera svona almennt í stuði.

3 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér líst allra best á stuðþáttinn. Kv. Kristín

Harpa sagði...

Sammála Stínu! Og gleymið ekki að halda hópinn eins og þú segir alltaf við mig!

Unknown sagði...

Walleee, Eeevaaa, Walleee, Eeevaaa

Með þessu einfalda orðaforða komst nú ansi margur og þarfur boðskapur um neyslubrjálæðið, umhverfið og óhóf í gegn. Seven hvað?!