Ég er uppfull af þrótti, von og bjartsýni akkúrat núna. Mér líður eins og eldingar renni í æðum mér og nánast ekkert sé ómögulegt. Og hversvegna ætli að ég sé í svona miklu stuði? Ég leitaði að krafti innan úr mér og fann nóg til að hefja nýtt átak. Hluti af mér vill helst ekki minnast á þetta svona af því að ég er hrædd um að enn eitt átakið sé hvort eð er dauðadæmt. Hinn helmingurinn vill að sem flestir fylgist með til að hvetja mig áfram og vera til staðar til að minna mig á að leggja snickersið frá mér. 125 kíló. Það eru 275 pund eða 20 stone (Bretar vega í steinum af einhverjum ástæðum, það er u.þ.b. 7 kíló í steini.) Þannig að það eru 51 kíló í boði til að ná draumaþyngdinni 74 kg. Ég hef útbúið ægilega fínt excel skjal sem skrásetur þetta alltsaman og er alveg ægilega spennt í þetta sinnið. Ég er svo að skoða alla möguleika sem mér bjóðast hvað varðar líkamsrækt. Er mest spennt fyrir að fylgja "from couch to 5k" planinu sem kennir hvernig maður á að hlaupa rétt. Og svo er það BodyPump sem ég fíla alveg í botn og ég er auðvitað enn að stússast í Pilates hérna heima. Það er nóg að gera. Eina vandamálið er að ég hef engan tíma í þetta. Ég held að vera í alvöru átaki sé bara ekki fyrir fólk sem er í fullri vinnu og fullu námi. Sér í lagi ekki þegar það er ekki með bílpróf. Það er smá pirrandi að láta tíma og farartæki stoppa sig þegar stuðið er svona í algleymingi en ég reyni að láta það ekki á mig fá. Það er alltaf hægt að gera eitthvað smávegis.
Það sem aðallega er fyrir mér núna er námið. Ég á að vera að skrifa ritgerð og bara get það ekki. Og svo bíður mastersritgerðin eftir mér líka. Ég er svona aðeins farin að hallast að því að ég hafi tekið aðeins of mikið að mér núna. Ég ætlaði að klára þetta á tilskyldum 2 árum en er farin að halda að það sé til of mikils ætlast. Ég vil samt ekki biðja um fresti því ég er alveg viss um að ef ég geri það þá dankist þetta bara niður alveg. Ég verð bara að gera magaæfingar á meðan ég skrifa!
2 ummæli:
Ef þú getur nálgast bók sem er skrifuð af Jason Vale og heitir 7 lbs in 7 days (super juice diet) þá mæli ég hiklaust með að þú lesir hana. Ekki svo mikið vegna djúskúrsins heldur vegna þess hvernig hann tekur á sálfræðinni á "bakvið tjöldin". Hann segir í upphafi bókar að maður skuli lesa alla bókina og þegar maður er kominn vel á veg og svo alla leið á enda, þá rennur það upp fyrir manni hvers vegna. Hann hittir svo naglann á höfuðið, maður þekkir sjálfan sig í hættulega mörgum tilfellum og getur fengið ýmislegt að vinna með, eftir lestur bókarinnar.
Stórt knús til þín, duglega stelpa!
H.
Ég hef heyrt af honum Jason. Sá bókina einmitt í Waterstone um daginn. Takk fyrir ábendinguna, ég kíki á þetta.
Skrifa ummæli