miðvikudagur, 11. mars 2009
Engu að síður þá tókst mér í dag dálítið sem ég er að vona að sé merkilegra "breikþrú" en að ná bílprófi. Ég var í miklu uppnámi góðan hluta dagsins, og var ein heima. Og þrátt fyrir það þá náði ég að stoppa mig í að borða. Ég ósjálfrátt hljóp út í Co-op og keypti kexpakka til að drekkja sorgum mínum en ég náði að stoppa mig af áður en ég borðaði hann. Næst næ ég kannski að þekkja "triggerið" og stöðva mig áður en ég kaupi kexið og afstýri þannig hættunni alveg. En þetta var mikilvægt skref í dag. Og ég er alveg svakalega stolt af sjálfri mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér finnst þetta frábært hjá þér og ég er stolt af þér fyrir að standast kexpakkann. Bílprófið kemur - ég féll tvisvar hérna um árið í Kanada. Þar voru allir unglingarnir búnir að vera með æfingarpróf síðan þeir voru 14 ára. Svo náði ég í þriðja skiptið og ég vona að þú gerir það líka. Þú verður að muna að þú hefur ekki keyrt að neinu viti í nokkuð mörg ár. Ég hef trú á þér. Og koma svo...
Skrifa ummæli