miðvikudagur, 11. mars 2009

Jæja, aftur komin á ról eftir veikindin og fór beint í bílpróf í morgun. Og kolféll í þetta sinnið. Nú er ég ekki bara ófær um að bakka fyrir horn (og ég sem æfði mig svo mikið), ég er ófær um að keyra yfir höfuð. Ég gerði allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust. Ég er núna búin að búa mér til einhverskonar sálar-tálma og þegar prófdómarinn sest við hliðina á mér þá gleymi ég öllu sem ég hef lært. Nú bara veit ég ekki hvað ég geri næst. Ég er búin að fjárfesta of mikið í þessu til að hætta við núna, en á sama tíma þá bara get ég ekki hugsað mér að þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Ég er með þvílíkan niðurlút.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Láttu ekki deigann síga góða, við vitum öll að þú ert fullfær um að keyra. Þinn tími mun koma, sannaðu til! Sjáðu bara Jóhönnu!

magtot sagði...

Sendi þér strauma og fullvissa þig um að þú getur þetta! Ætla að krota galdrastaf á spýtu þér til aðstoðar. Knús.