miðvikudagur, 18. mars 2009

Ég laumaðist á vigtina í morgun þó svo að opinber vigtunardagur sé ekki fyrr en á morgun. 122.7 kg! Það eru 2.3 kíló farin. Það er bara endalaust stuð. Ég ætlaði að drífa mig í BodyPump í dag en er með einhverja bakþanka. Hvað ef ég er of feit og þeir vilja ekki hafa mig með. Kannski að þeim finnist ég sé ekki í nógu góðu formi og leyfa mér ekki að vera með. Kannski að ég geri meira Pilates og fari í sund í smá stund áður en ég fæ að vera með mjóa fólkinu. Málið er bara að ég þrái að reyna aðeins meira á mig. Ég treysti mér ekki út að hlaupa út af hnénu þó að það sé það sem mig langar mest að fera. Mig langar svo að finna fyrir vöðvunum og vera með leiðbeinanda sem ýtir mér að endamörkunum. En er yfirkomin af einhverjum fitubollukomplexum og þori ekki.

1 ummæli:

Hanna sagði...

það er bannað að hugsa "en hvað með hina" - sjálfselskan og sjálfhverfan eiga að taka málin í sínar eigin hendur! Þú skalt líka fá að finna vöðvana titra og skjálfa, eins og hinir BP-aðdáendurnir.

Knús
H.