miðvikudagur, 18. mars 2009
Eins og svo oft hefur komið fram áður þá er ég alveg svaðalega sjálfumglöð og hrokafull, sjálfhverf og sjálfselsk. Hluti af því lýsir sér í því að ég sé sjálfa mig í huganum sem háa og granna. Ég get engan vegin sætt þessar tvær myndir; mig eins og ég er í alvörunni og sést hér á mynd og Claudiu Schiffer konuna sem ég sé þegar ég hugsa um sjálfa mig. Ég fæ alltaf jafn mikið áfall þegar ég sé sjálfa mig á ljósmynd. Myndirnar sem voru teknar í vinnupartýinu um daginn voru það sem komu þessu átaki af stað. Ég hafði farið út það kvöldið haldin þeim ranghugmyndum að ég liti bara vel út. Og sjokkið þegar ég sá myndirnar á Facebook. Madre de dios! Hvað um það, nú ætla ég ekki að missa sjónar á sjálfri mér, ég er 125 kíló og það sést. (Öfugt við það sem ég held.) Og ég ætla ekki að stoppa fyrr en hugmyndin sem ég hef af sjálfri mér er orðin raunveruleikinn. End of.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Fokk og enter... mundu ávallt að þú ert falleg kona og átt skilið að brjótast úr úr fitubollubúningnum og láta grönnu fínu konuna njóta sín :) Hún skal....
mússí, þín Ásta
Skrifa ummæli