mánudagur, 29. júní 2009



Ég alveg hreint elska Starbucks kaffi. Ég er ekki alveg nógu ánægð með að vera svona hrifin af því vegna þess að Starbucks er náttúrulega ábyrgt fyrir að skemma lítil einkarekin kaffihús, og svo hafa þeir verið ásakaðir að skemma umhverfið og borga illa og almennt vera svínslegir imperíalistar. En í stíl við alla vöntun á pólitískri rétthugsun og pönki í mig þá elska ég Starbucks. Mér finnst kaffið ógeðslega gott, og allt kruðeríið er jömmí og Frappucino Light er ljúffengur og bara 140 kalóríur en mest af öllu elska ég hlutina sem er hægt að kaupa hjá þeim. Kaffibolla og kaffivélar og hrærur og allskonar dót. Og í gær eignaðist ég það besta af öllu; hita-og kuldaferðakaffibolla. Þannig að núna get ég farið með smoothie í vinnuna og hann er kaldur og ljúffengur allan daginn. Er ekki lukkan yfir mér alltaf hreint?

2 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Bollarnir eru meira að segja "seasonl" og fara á útsölu þegar þeir eru "off season". Ætli lífið gerist nokkuð betra en þetta.

Guðrún sagði...

Lukkunarpamfíll!