fimmtudagur, 25. júní 2009

Í morgun voru farin ein 600 grömm. Sem ég er hæstánægð með. Enda eru það 600 grömm af hreinni fitu. Og ég þarf að taka tilbaka orðið "matarfíkill". Ég er ekki matarfíkill lengur, ég er matarástríðumanneskja, en ég er ekki fíkill. Fíkill er neikvætt orð og ég er bara jákvæð. Já, já, já!

3 ummæli:

Harpa sagði...

Það eru aldeilis alltaf huggulegheitin á þér. Þú verður að geyma þessar myndir þangað til að þú gefur út matreiðslubók. Rosalega fínar!

Síðasti dagurinn í sælunni í Þolló. Flutningar fyrirhugaðir í fyrramálið.

Luv
H

Nafnlaus sagði...

Segi eins og Harpa, bíð eftir matreiðslubók frá matarástríðumanneskjunni. Maður fær alveg vatn í munnin af því að sjá þessar flottu myndir og lesa lýsingar á þessum réttum. Bókin gæti líka heitið: Matreiðslubók húsmóður ástarinnar!
Annars er gaman að lesa bloggið þitt, alltaf svo jákvæð og hress vinkona.

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að skrifa nafnið mitt!
kv. Ólína