Ég stend í stað þessa vikuna, sem er kannski bara alveg eðlilegt svona þegar við hugsum til þess að ég er búin að þyngjast og léttast um 5 kíló á 4 vikum. Kannski að það sé í lagi að gefa líkamanum smá pásu. Og svo vonandi tek ég kipp aftur og við sjáum loksins 20 kílóa myndir innan skamms.
Coca Cola áskorunin gengur vel. Svo vel reyndar að mér finnst ólíklegt að ég fái mér oft sykurlausa gosdrykki héðan í frá. Það sem fyrst kom mér til að prófa goslausa viku var hversu mörg gerviefni drykkurinn inniheldur og ég er alltaf að finna meiri og meiri áhuga hjá mér að neyta þess sem ég kalla alvöru mat. Ég segji nú ekki að ég sé komin út í
hrá fæði (eins áhugavert og mér finnst það vera) það er of fanatískt fyrir mig fyrir utan að ég get ekki hugsað mér að hætta að borða kjöt. En ég hef mikinn áhuga á að reyna að borða sem minnst unninn mat, vinna hann frekar bara sjálf. Það er svo bara meira en að segja það. Það er allskonar ógeð í nánast öllu sem maður kaupir. Hvað um það, þegar ég fór að rannsaka betur gerviefnin í gosinu þá var mér nánast allri lokið. Flestar rannsóknir benda til þess að sykurlausir gosdrykkir séu meira líklegir til að láta fólk bæta á sig! Margir nota diet gos sem afsökun til að borða meira (ég er að drekka diet kók og má þessvegna borða aðra pizzusneið) og falla þannig í þá gryfju. Ég reyndar tel kaloríur það vandlega að það væri ekki vandamál. En hitt sem er verra er að líkaminn breytir gerviefninu asparteme í formaldehyde í lifrinni og það síðan festir sig á fitu og gerir líkamanum nánast ómögulegt að vinna úr henni! Ég er búin að vera að vinna hryðjuverk á sjálfri mér innan frá! Og þegar nánar er rannsakað kemur í ljós að samsæriskenningar segja að eina ástæðan að aspartame er löglegt er að Donald Rumsfeld á stóran hlut í fyrirtækinu og getur haft áhrif á rannsóknir. Tengls við krabbamein og þessháttar eru svo í rannsókn núna. Uss og svei. En núna er ég í smá vandræðum, mér finnst koltvísýringur góður, mér finnst gosið gott. En finnst lítið varið í sódavatn. Hér er ekki seldur Kristall, allt sódavatn með bragðefni er líka bætt með sætuefni. Þannig að núna þarf ég að kaupa sóda og kreista sítrónu út í sjálf. Sem er enn eitt svona "vesenið" við að lifa heilsusamlega. Já, það er sko ekki hlaupið að því að vera heill og sannur á sál og líkama í nútímasamfélagi.