mánudagur, 21. september 2009

Ef ég gæti bara tekið þennan nýja lífstíl og útskýrt þannig að aðrir gætu notið góðs af, ef ég gæti útskýrt afhverju þetta er að virka fyrir mig núna, ef bara ég gæti gefið uppskriftina af þessu. Allt þetta fólk út um allan heim sem er að kaupa sér sjeik og pillur og líkamsræktarkort sem eru aldrei notuð, með samviskubit og er ekki að lifa lífinu til hins ýtrasta. Eyðir milljónum í drasl sem er einskis virði og að mestu líkindum skilur mann eftir feitari en þegar maður byrjaði. Líkindareikningur segir nefnilega að aðeins 5% þeirra sem fara í megrun tekst að komast niður í kjörþyngd og aðeins 3% ná að viðhalda þeirri þyngd í 10 ár eða lengur. Líkurnar eru semsé ekki mér í hag. Og þessvegna er ég, þrátt fyrir velgengnina, þrátt fyrir að líða í alvörunni eins og ég ráði núna loksins yfir sjálfri mér, í nánast stanslausu kvíðakasti. Ég bíð eftir að gera eitthvað sem skemmir allt. Bíð eftir deginum sem ég vakna og ákveð að ég sé ekki þess virði að berjast fyrir lengur. Eða það sem verra er deginum sem ég fer að taka slæmar ákvarðanir og fatta það ekki fyrr en ég er aftur orðin feit. Ég nefnilega innst inni trúi því ekki að þetta sé svona auðvelt. Ég er aldrei svöng, mig langar ekki óstjórnlega í nammi, ég er búin að ná tökum á frídeginum, ég geri æfingarnar mínar án þess að hugsa mikið um það. En kannski að ég sé bara búin að finna svarið og ég sé svo heppin að ég komist í þennan elítuhóp fimm prósentanna? Kvíðakast eða ekki, bjartsýnisröndin inn í mér sem er sterkari en efasemdarhlutinn vonar að svo sé.

2 ummæli:

Hanna sagði...

Það eitt að takast það að segja "að þetta sé svona auðvelt" sýnir bara hvað þú ert komin vel á veg. Því að þó ekki allir séu að glíma við fitupúkann þá erum við öll að glíma við e-a púka og gefum oftar en ekki eftir með "en ...." afsökunum. En hvað varðar fitupúkann þá er skemmtileg setningin "the more buts you have, the bigger butt you will have" - því allar þessar afsakanir eru bara hindranir á leið okkar að takmarkinu.
Ég er á coaching námskeiði þessa dagana og hugsa svo oft til þín og hugsa að þú gætir einmitt coach-að aðra í sömu sporum því þú hefur eflaust farið í gegnum allar þær spurningar (og fengið svör) sem þarf að spyrja sig þegar breytingatíminn rennur upp. Coaching gengur einmitt svo mikið út á að setja réttu spurningarnar fram og ég ímynda mér að hafi maður sjálfur staðið í sömu sporum þá sé etv auðveldara að spyrja spurninga sem setja vangaveltur í gang, velvitandi at það að getur líka haft sína ókosti að hafa staðið í sömu sporum.

Noh, nok fra mig for nu!
Stórt knús til þín
H.

Asta sagði...

ALLTAF Í SUÐUR! GÓ, BABA!!!
MÚSSÍ, ÞÍN Á