fimmtudagur, 12. nóvember 2009

Nú þegar sykurþokunni hefur létt sný ég mér í suður og sé aftur til sólar. 3.1 kíló farin þessa vikuna. Þannig að ég ætti að geta snúið sorg í sigur. Þegar fráhvarfseinkennin liðu hjá þá létti líka reiðinni, hatrinu og sorginni. Þannig að ég verð að reyna mitt besta til að láta þetta ekki gerast aftur. Ég er ekki tilbúin til að fara í "afsykrun" og gefa dópið mitt alveg upp á bátinn. En ég verð að passa að ég láti ekki sykurmörkin fara svona hátt upp. Ég ræð við smávegis, þetta snýst allt um meðaljónin. Ég er meðaljón. Jessörríbob. Fokk og enter.

3 ummæli:

Harpa sagði...

3,1 kg á einni viku. Vá.... þú ert ekkert smá dugleg skvísa!

Asta sagði...

Heil sé þér Hallgrímskirkja :)

Nafnlaus sagði...

þú ert allt annað en eitthvað meðalfokk. þú ert bara fabulous!
love, geitin.