þriðjudagur, 26. janúar 2010



Mér finnst alveg óskaplega gaman að lyfta. Það er alveg sú líkamsrækt sem mér finnst skemmtilegust. Það er eitthvað alveg spes við að finna vöðvana hnyklast við átökin og það skapast einhver efnaskipti sem flæða um allan líkamann sem gera mig hamingjusama. Það er óneitanlega heilmikill testesterón fnykur af lyftingum. Og kannski er ég svona karllæg en ég fíla þetta alveg í botn. Ég er að skemmta mér konunglega við hlaupin en ég held að mín stærsta ást sé á járninu. Skemmtilegast finnst mér kúltúrinn í kringum lyftingarnar. Það er spes fólk sem fílar að fnæsa sig í gegnum 200 kíló í bekkpressu. Það talar annað tungumál en við hin. Flestir tala um sjálfan sig í þriðju persónu með greini; The Iceman, The nugget, The Gunner. Á íslensku er þetta svo alveg eins, Naglinn, Gillinn, og núna náttúrulega Svavan. Svavan reif í járn í morgun og þrusaði í gegnum reppið. Svavan fílar reyndar ekki nafnið, kannski að hún prófi Murtuna. Murtan vaknaði í morgun og dúndraði í sig prótein í takt við graðhestamúsik á meðan hún hnyklaði kögglana. Betra. Helst myndi Murtan vilja fá að vera The Ironmaster en grunar að svoleiðis nafngift þurfi að koma frá öðrum, hún megi ekki bara nefna sig sjálfa. Kannski að Murtan haldi sig bara við fyrstu persónu svona þangað til að hún er orðin aðeins meiri köggull? Hvað sem því líður og hvort sem maður er tilbúinn að taka öllum lyftingarlífstílnum inn á sig þá er því ekki að neita að lyftingar eru sú líkamsrækt sem er hvað best til fallin fyrir byrjendur og offitusjúklinga. Því meiri vöðvamassa sem þú hefur því meiri hitaeiningum brennir þú. Það er algjör misskilningur að vilja ekki fá vöðva af því að þá þyngist maður. Eins og sést á myndinni er ekki betra að vera 90 kíló af vöðvum en 80 af fitu? Fólk sem á erfitt með að hreyfa sig í hoppi og skoppi getur auðveldlega náð sér í lóð og byrjað að pumpa. Það er svo miklu líklegra að fólk haldi sig við hreyfinguna og nái að gera líkamsrækt að hluta af daglega lífinu ef því líður ekki eins og það sé að að deyja við áreynsluna af hoppi. Og svo eftir því sem maður styrkist meira er hægt að bæta við "cardio" æfingunum. Þetta er svo elementary að ég skil ekki afhverju fituhlunkar eru ekki sendir með læknaávísun í pumpið. Murtan hefur talað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

einmitt - tilvísun á hreyfingu, það ætti að vera svo sjálfsagt!

mikið sigghoddi líturðu vel út í hlaupagallanum - hvernig væri að þið skötluðust hér yfir í ágúst mánuði og við tækjum saman þátt í 5km "maraþoni"?

Knús
H

Asta sagði...

Hélt ég myndi míga á mig úr hlátri við lesturinn... það sem ég hefði gefið fyrir að geta útskýrt hvers vegna við liðið hérna meginn ;) það er ekki oft sem maður springur svona yfir skjánum :) takk, loflí :*