föstudagur, 5. febrúar 2010


Á leiðinni til Wrexham í gær þá pústaði bíllinn aðeins. Dave segir að hann haldi að það sé einhver hundur í einhverri leiðslu, hann hafi sett grugg í bensínið. Ég sagði að ef pabbi ætti bílinn þá myndi hann opna húddið og finna sér eina eða tvær leiðslur og/eða pípur og blása rösklega í þær. Það væri alltaf lausnin á svona vandamálum. Mikið er ég fegin að pabbi þinn valdi sér ekki kvensjúkdómalækningar sem atvinnugrein svaraði Dave þá, það hefði getað leitt til nokkurra vandræðalegra atvika.

Ég hefði líka alveg verið til í að blása í nokkrar leiðslur í heilanum á mér þegar til Wrexham var komið. Ég fór inn í eina búð, tók beint strik í fituhlussudeildina, snérist í nokkra hringi, fattaði að ég á ekki heima í þessari deild lengur, og hringsnérist svo um venjulegu fötin. Og vissi bara ekkert hvað mig langaði í. Ræflaðist um og það eina sem ég gat hugsað var að þetta væri of mikið val, þetta er of erfitt. Ég er ekki tilbúin til að finna minn eigin stíl ennþá. Væri helst til í að vera Pin-Up girl held ég. Fann svo loksins voðalega fínar buxur og hélt þeim upp til að sýna Dave. Hann varð skrýtinn á svipinn og spurði svo hvort ég væri að reyna að segja honum eitthvað. Sá þá að á strengnum var þessi líka fína teygja fyrir óléttu bumbu! Þær fóru beint aftur á rekkann. Ég gafst bara upp. Ég reyni bara aftur um næstu helgi. Ég keypti mér bara prótein duft í staðinn. Jebb, ég er bara orðin hardcore lyftingakjelling sem treð í mig prótínsjeikum. Allt náttúrulegt efni, fitulaust og nánast engin kolvetni. Bara til að reyna að koma meira prótíni í mig, það er alveg nánast vonlaust að gera það einungis með mat. Við enduðum svo á Starbucks þar sem ég fékk besta skinny latte í heimi. Ég er ekkert of stressuð yfir buxunum, um leið og ég fer að fatta hvernig ég er í laginu núna þá finn ég út hvað ég vil og í hverju ég vil vera og hvar ég vil versla. Það er líka kannski að fara að koma tími á eina góða verslunarferð, hmm stelpur?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég væri til í verslunarferð með þér í Wrexham....læt mig dreyma. Ekki alveg á fjárhagsáætlun núna ;-)
Love, Lína

Harpa sagði...

Við ræðum þetta á morgun. Mér skilst að Jón Páll sé yfir næstu ferðanefnd!

Hulda sagði...

ohhhh við Gústi ÆTLUM með í næsu ferð....ok!!! Sjitt hvað mig langar að knúsa þig elsku frænkurassgatið mitt :)

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er allt undir Jóni Páli komið hann er í ferðanefnd þannig að þú verður að þjarma að honum,en ég er til þegar kallið kemur frá nefndinni ;)Læt mig dreyma þangað til......:)

Nafnlaus sagði...

okei, nú skil ég. Ég þarf að kvitta undir líka :)Sorry
kv.HH